Dagskrá fjölskyldusmiðjur 2026

17. janúar kl 13:00-15:00 - Skógarverur lifna við
21. febrúar kl 13:00-15:00 - Verum og gerum
21. mars kl 13:00-15:00- Höfum hátt
23. apríl kl 13:00-15:00 - Hönnum fuglahús
23. maí kl 13:00-15:00 - Öll í bátana

Verkstæði Hugmyndasmiða

Ninna hugmyndasmiður tekur á móti skapandi krökkum á aldrinum 6-12 ára og foreldrum þeirra og leggur fyrir mismunandi hönnunaráskoranir á Verkstæði Hugmyndasmiða í Rafstöðinni í Elliðaárstöð. Þátttakendur fá tækifæri til að virkja sköpunarkraftinn og efla samvinnu fjölskyldunnar. Unnið verður með endurnýttan efnivið sem við björgum til að skapa eitthvað alveg nýtt og spennandi í gegnum smíðar, leiki, föndur, tilraunir og prófanir.

Verkstæði Hugmyndasmiða fer fram í ævintýralegu umhverfi í Elliðaárstöð og er styrkt af VOR Vísindasjóði Orkuveitunnar.